Þessi síða er einkaframtak. Sjá neðst.

Kortleggjum T137 – taktu þátt!

Átt þú T137-gripi? Vilt þú selja líflömb næsta haust? Fylltu út formið!

Gripir með T137 eru því miður enn allt of sjaldgæfir – þrátt fyrir að þessi breytileiki er að öllum líkindum eins góður og R171 (ARR) eða kannski meira að segja betri (sjá nánar hér). Staðan í dag er þannig að eingöngu tveir T137-sæðingahrútar eru í boði og báðir hvítir og hyrndir. Því er mikilvægt að bændur búi T137 til sjálfir – rækta markvisst góða gripi með bestu ánum. Rækta einnig gripi sem eru kollóttir eða/og mislitir. Bændur sem eru enn ekki með breytileikann í hjörðinni, geta þá keypt T137-líflömb og í „hreinum“ hólfum lánað T137-hrúta eða pantað lömb fyrirfram úr ákveðnum pörunum. Best að tryggja sér lömb sem fyrst því framboðið verður ekki mikið næsta vor!

En á hvaða búum finnst T137 í dag? Markmið mitt er að bjóða upp á yfirlit, helst reglulega uppfært, yfir öll T137-bú ásamt upplýsingum hvort um hyrnt eða kollótt fé er að ræða og hvort mislitt er til þar. Til þess er mikilvægt að sem flestir fylli út upplýsingarformið neðst á síðunni og ýta á „senda“ – það er að verða til gagnabanki, sem allir bændur geta notað og sem er aðgengilegur hér (ýta).

Ólíkt ARR eru a.m.k. 10 ótengdar T137-uppsprettur til í nútímanum, nefnilega Sveinsstaðir, Stóru-Hámundarstaðir, Engihlíð, Syðri-Hagi, Reykir/Hjaltadal, Möðruvellir/Hörgárdal, Hrútatunga, Straumur, Grímsstaðir 4 og Vogar 3. [uppfært 21.12.24]

Átt þú gripi með T137 og viltu selja líflömb eða (í ósýktum hólfum) lána hrúta?

Hér kemstu að skráningarforminu (ýta).

Ath! Því miður virkar formið misvel í símanum – stundum sést ekkert til að fylla út, stundum vantar hnapp til að senda upplýsingarnar … Best að nota tölvu til þess. Ef það dugar ekki eða ef það er flókið, sendu mér skilaboð í facebook-messenger (Karólína Elísabetardóttir), þá finnum við út úr þessu!

Ath! Ekki fylla út ef þú átt ekki neina T137-gripi!